Þá er dagurinn runninn upp. Formlegt setningarhátíð Elds í Húnaþingi 2022 verður við Félagsheimilið á Hvammstanga kl. 17:00. Þar setur nýráðinn sveitarstjóri hátíðina, fáum ljúfa tóna frá barnakór, harmonikkuleik og bara skemmtilega stemmningu.

Sem partur af setningarhátíðinni verður alþjóðamatur í boði íbúa í Húnaþingi vestra. Við erum svo heppin að vera nokkuð fjölþjóðlegt samfélag. Á boðstólnum verður m.a. matur frá Sýrlandi, Póllandi, Tælandi, Brasilíu og Þýskalandi.

Partý Tarzan er svo kl. 20:00 í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra, en það er eitthvað stórskemmtilegt afbrigði af unglingadansleik. Það verður amk geggjuð tónlist og reykvél, en líka kaðlar og allskonar sem íþróttasalurinn hefur uppá að bjóða. Þessi skemmtun er fyrir alla unglinga á aldrinum 13-17 ára.

Á sama tíma, eða kl. 20:00, verður svo tónlistarbingó í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Það er einmitt líka afbrigði af hefðbundnu bingói en í þessu þurfa bingóspilendur að átta sig á því hvaða lag er verið að spila, til að finna rétta tölu. Bingóspjaldið og bingópenni kostar 500 kr. og aukaspjald kostar 250 kr. Aldurstakmarkið á bingóið er 18 ár. Og já, Eldsbarinn verður opinn.

Góða skemmtun!