Nú eru heldur betur komnar ítarupplýsingar fyrir Vatnsnes Trail Run sem er viðburður á föstudegi hátíðarinnar. Ekki nóg með það, heldur er búið að opna fyrir skráningar. Það er ekkert of seint að kaupa skó og hita upp fyrir hlaupið núna bara.

Opið er fyrir skráningar á netskraning.is/vatnsnestrailrun og þar má sjá allar helstu upplýsingar – m.a. lýsingu á hlaupaleiðum. Okkur þykir þetta einkar spennandi.

Vegalengdir í boði eru 1,5 km fjölskylduhlaup, 10 km og 20+ km.
Í 10 km og 20+ km hlaupunum verður hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga fallega leið upp í Kirkjuhvamm og svo halda leiðirnar áfram upp fjallið. í fjölskylduhlaupinu er einnig hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga. Skemmtilegur viðburður fyrir náttúruunnendur og hlaupara á öllum getustigum.

Fjölskylduhlaup: Ræst kl. 13:00, frítt fyrir alla og glaðningur í lokin.
20+ km hlaup: Ræst kl. 14:00 og léttar veitingar í boði að hlaupi loknu. Vegleg útdráttarverðlaun verða veitt og einnig verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokkum. Þátttökugjald er 7.000 kr.
10 km hlaup: Ræst kl. 15:00 og léttar veitingar í boði að hlaupi loknu. Vegleg útdráttarverðlaun verða veitt og einnig verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokkum. Þátttökugjald er 5.000 kr.

Rúsínan í pylsuendanum er svo kannski að það er frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.