Diskódísirnar eru að dreifa glimmeri Eldsins víða og nú eru þær í viðtali hjá Feykir.is. Ef það var ekki á hreinu á er það vinkonuhópuinn Diskódísir sem sjá um Eld í Húnaþingi í ár.

Guðrún Ósk diskódís svaraði nokkrum spurningum Feykis og aðspurð um skemmtilegar og spennandi nýjungar segir hún: „Við erum mjög spenntar að sjá hvernig ný staðsetning á brekkusöng mun koma út. Hann verður færður úr Hvamminum í hjarta Hvammstanga á Bangsatúni. Eins erum við að bjóða upp á skemmtileg námskeið fyrir krakka, svo sem vísindanámskeið og Minecraft, sem verður gaman að fylgjast með.

Þetta er heldur betur ekki það eina – svo húrrið ykkur yfir á Feykir.is og lesið allt heila klabbið.

Ef ykkur vantar aðeins aðeins Meira af glimmeri Diskódísa í líf ykkar, þá er her smá kynning á þeim við dagleg störf í glimmergallanum. Eðlilega.