Þríþraut USVH verður haldin föstudaginn 26. júlí í tengslum við Eld í Húnaþingi. Boðið verður upp á keppni í þríþraut þar sem þrír eru saman í liði. Annars vegar fyrir 14 ára og yngri og hins vegar fyrir 15 ára og eldri. Liðin mega vera blönduð. Einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Yngri flokkur, 14 ára og yngri, verður ræstur af stað klukkan 14:00 og eldri flokkur kl. 15:00.
Vega- og sundlengdir eru eftirfarandi:
15 ára og eldri: 400m sund, 10km hjól, 1 merkurhringur/3km hlaup.
14 ára og yngri: 200m sund, 1 merkurhringur/3km hjól, 1 km hlaup.
Gott væri að fá skráningar fyrir miðvikudaginn 24. júlí en þó verður í boði að skrá sig á staðnum. Skráningar eru hér.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sveinbjörgu Pétursdóttur, formanni USVH, í síma 866-5390 eða á netfanginu usvh@usvh.is.
Viðburðurinn er styrktur af fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ, Hreysti, MS, Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra og Kidka.