Það eru allir, eða svo gott sem, sem taka því fagnandi að taka þátt í hátíðinni Eldi í Húnaþingi.
Það gera nefnilega vinir okkar sérstaklega. Meðal vina okkar eru Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og Verslunarminjasafn Bardúsa.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna ætlar að bjóða upp á ókeypis aðgang inn á safnið frá fimmtudegi til sunnudags. Sum sé. Ókeypis inn á safnið frá 21. júlí, til og með 24. júlí 2022.
Byggðasafnið finnurðu auðvitað við Reykjaskóla í Hrútafirði.
Verslunarminjasafn Bardúsa á Hvammstanga ætlar að hafa opið aðeins lengur á morgun, miðvikudag, í tilefni af setningu Elds í Húnaþingi 2022. Það verður opið hjá þeim til kl. 18:00 á morgun.
Bardúsu finnurðu við Brekkugötu á Hvammstanga.