Á Eldi í Húnaþingi verður Sonja Líndal með námskeið fyrir börn með skemmtilegum tilraunum. Námskeiðin eru tvö og eru aldursskipt. Hvort námskeið fyrir sig varir í 60 mínútur og eru foreldrar eða aðrir aðstandendur hvattir til að fylgja þeim yngstu.
Námskeiðin verða miðvikudaginn 24. júlí og er skiptingin þessi:
kl. 09:30 fyrir börn fædd 2018-2015
kl. 11:00 fyrir börn fædd 2014-2011
Námskeiðin fara fram í náttúrufræðistofu Grunnskóla Húnaþings vestra og eru ókeypis.
Skráningar fara fram hér.
Einungis 12 pláss eru í boði á hvort námskeið!
Fyrstur kemur fyrstur fær.