Við erum að safna saman í nokkra viðburði áður en við förum að gera þá sýnilega hér á vefsíðunni en við getum hins vegar sagt ykkur hér og nú að hljómsveitin BREK heldur tónleika á Sjávarborg á sunnudegi hátíðarinnar í ár. Og það sem meira er, þessir tónleikar eru ykkur að kostnaðarlausu. Ekki amalegt.

Hljómsveitin hlaut ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist árið 2022 fyrir sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni, og hefur hljómsveitin farið víða það sem af er árinu, innanlands sem utan.

Fylgist með.