Eldurinn 2023 er byrjaður að taka niður pantanir á söluplássum fyrir útimarkaðinn á fjölskyldudegi hátíðarinnar, laugardaginn 29. júlí. Ef þú vilt panta pláss eða fá frekari upplýsingar endilega hentu línu á netfangið thorunnyr@centrum.is.

Ertu ekki búin/-nn/-ð að vera að föndra eitthvað sem væri sniðugt að selja?
Þarftu ekki að losa þig við eitthvað sem væri fínt að fái endurnýjun lífdaga í annarra höndum?

Vertu með í að skapa skemmtilega sölubásastemmningu.