Bara svona ef ykkur fýsir að vita hver það er sem hefur með yfirstjórn hátíðarinnar að gera í ár. Það er nefnilega hún Þórunn Ýr Elíasdóttir. Hún stýrði einmitt hátíðinni 2022 með glæsibrag og tók það að sér aftur í ár.

Eins og við vitum þá þurfa fleiri að koma til, til að hátíðin verði svo framkvæmd með bravúr. Endilega hendið línu á Þórunni ef þið viljið hjálpa til.

Annars þá getið þið líka hlustað á viðtal sem Felix Bergsson tók við hana á hátíðinni í fyrra. Það er einmitt hér.