Eldur í Húnaþingi hefst formlega miðvikudaginn 21. júlí, en í raun eru ýmsir viðburðir sem eru dagana á undan. Til dæmis verða viðburðir strax á mánudeginum 19. júlí.

Það hefst á stuttmyndanámskeiði sem heldur svo áfram út hátíðina. Því næst munu íbúar sjúkrahússins njóta góðs af einstakri hljómgerð Svavars Knúts og aðrir svo í Mjólkurhúsinu á Stóru-Ásgeirsá seinna um kveldið.

Þá verður uppákoma í Gallerý Bardúsa og svo flóamarkaður.

Ekki amalegt!