Þá er komið að því að upplýsa nánar varðandi miðasöluna á föstudaginn. Til upprifjunar þá seldust miðar í forsölu upp og grátur og gnýstan tanna mátti heyra víða um land. Eftir stíf fundahöld fékkst grænt ljós á að bæta við nokkrum miðum.
Og hér erum við núna. Í boði eru 100 miðar á föstudagstónleikana með XXX Rottweiler, Herberti, Kurtheisa og BigSexy. Í boði eru einnig 100 miðar á laugardagsballið með Skítamóral. Málið er samt að aðeins er hægt að kaupa tvo miða per viðburð á mann. Hver miði á 8.000 kr.
Miðasala fer fram í Félagsheimilinu Hvammstanga, efri hæð, á föstudag og hefst kl. 16:00.
Megi lukka og þolinmæði vera með ykkur!