Jæja. Okkur er ekki til setunnar boðið. Það er best að húrra í fyrsta myndapakkann frá hátíðinni 2023. Þess ber að geta að það var hún Eydís Ósk Indriðadóttir sem tók myndir fyrir hátíðina í ár – sem þýddi að hún var út um hvippinn og hvappinn. Nú ef myndin er ekki merkt henni, þá hefur einhver sérlegur góðtemplari rétt hátíðinni hjálparhönd og smellt af.

Fyrsti myndaskammturinn er af Eldsmótinu í borðtennis, Eldhugum 2023, Eldskaffinu og Flemming Open. Þá er einnig gott að minnast á það að ef einhverjum er illa við að hafa mynd af sér birta hér, þá er sjálfsagt að verða við þeirri bón. Athugasemdir um slíkt sendist á eldurihun@gmail.com.

Eldsmótið í borðtennis

Eldhugar 2023

Flemming Open

Eldskaffið