Jú jú – við erum með fleiri myndir og við klárum þær ekki einu sinni í þessari færslu. Það verða fleiri svona færslur. Í þessum myndafærslum er best að minnast alltaf á það sama, svo það fari ekki á milli mála. Það var hún Eydís Ósk Indriðadóttir sem tók myndir fyrir hátíðina í ár og ef myndin er ekki merkt henni, þá hefur einhver sérlegur góðtemplari rétt hátíðinni hjálparhönd og smellt af.

Eins er líka gott að minnast á að ef einhverjum er illa við að hafa mynd af sér birta hér, þá er sjálfsagt að verða við þeirri bón. Athugasemdir um slíkt sendist á eldurihun@gmail.com.

En að efni færslunnar. Myndunum. Í þetta skiptið birtum við myndir frá brekkusöngnum með Gvendi á Bakka, fjölskyldudeginum við Félagsheimilið á Hvammstanga, harmonikkukynningunni með Gumma Jóh. og Heimsmeistaramótinu í kínaskák.

Brekkusöngur

Fjölskyldudagur

Harmonikkukynning

Heimsmeistaramótið í kínaskák