Þau stórtíðindi bárust okkur að Matthías Örn Friðriksson, tvöfaldur Íslandsmeistari í pílukasti, mun mæta á pílukastsviðburðina á þriðjudeginum. Ha! Hvað um þau eplin?

Hann byrjar á því að sjá um unglinganámskeiðið sem hefst kl. 16:00, en það námskeið er í boði Ungmennaráðs Húnaþings vestra. Örfá sæti eru laus á þetta námskeið svo það er vissara að hafa hraðar hendur til að missa ekki af því að taka þátt. Skráning er á pilufelaghvammstanga@gmail.com eða á Facebook-síðu félagsins. Það námskeið er fyrir 12-17 ára og því lýkur á pílukastmóti.

Nú, svo verður Matthías einnig mótsstjóri á Unglistarmótinu um kvöldið. Þetta fyrir 18 ára og eldri, sem hefst klukkan 19:30. Þið munið.

Frekari upplýsingar um þessa viðburði er að finna undir Dagskrá.