Það má eiginlega segja að hátíðinni í ár sé þjófstartað með nokkuð nýstárlegum viðburði í sögu hátíðarinnar. Nefnilega pílumóti.

Pílufélag Hvammstanga stendur fyrir pílumóti þriðjudaginn 19. júlí n.k. í Félagsheimilinu Hvammstanga. Skráning er þegar hafin og er hægt að skrá sig hér. Skráningu lýkur svo þremur klukkustundum fyrir mót.

Húsið verður opið öllum, veitingar til sölu og pop-up verslun frá Peelan.is.

Spennandi!