Já já já. Við erum að þjófstarta í dag. Hátíðin er vissulega formlega sett á morgun en í dag er bara svo skemmtilegt í boði hjá Pílufélagi Hvammstanga.

Fyrst er það grunnnámskeið í pílukasti fyrir 13-18 ára og Unglistarmót unglinga, sem hefst kl. 15:00. Námskeiðið verður á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga og í framhaldinu verður haldið mót sem veitt eru verðlaun fyrir. Það er að verða síðasti séns til að skrá sig á pilufelaghvammstanga@gmail.com eða á Facebook síðu Pílufélags Hvammstanga. Viðs kráningu þarf að koma fram nafn og aldur.

Svo er það Unglistarmót í pílukasti, á sama stað en hefst kl. 19:30. Það mót er fyrir 18 ára og eldri. Fullt er á mótið en húsið er opið öllum og við hvetjum alla til að mæta, horfa og styðja keppendur áfram. Húsið opnar kl. 18:00. Áætlað er að úrslitaleikurinn verði spilaður um kl. 22:30. Frábær verðlaun verða veitt fyrir efstu sætin, ásamt öðrum aukaverðlaunum. Ekki má gleyma því að Guðni frá Peelan.is mætir á svæðið með pop-up verslun.

Þetta er ekki amalegt þjófstart!