Project Description

BREK tónleikar á Sjávarborg

Hljómsveitin BREK heldur tónleika á Sjávarborg á Hvammstanga sunnudaginn 30. júlí kl. 16:00. Tónleikarnir eru hluti af hátíðinni Eldur í Húnaþingi og er aðgangur ókeypis.

Brek leikur aðallega frumsamda, alþýðuskotna, tónlist með áhrifum úr ýmsum áttum, m.a. þjóðlagatónlist, jazz og popp en meðlimir sveitarinnar leggja mikla áherslu á að skapa áhugaverða stemningu í hljóðfæraleik sínum. Auk þess er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í textagerð.

Hljómsveitin hlaut ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist árið 2022 fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni.

BREK hefur farið víða á árinu 2023, innanlands sem utan.
Á árinu 2023 spilaði Brek m.a. á showcase hátíðunum Folk Alliance International í Kansas City og á Nordic Folk Alliance í Hróarskeldu í Danmörku.

Viðburðinn er líka hægt að skoða á Facebook, með því að smella hér.

Staðsetning: Sjávarborg veitingastaður

Dagsetning: Sunnudagur 30. júlí

Tími: 16:00 – …

Verð: Ókeypis

HVENÆR

Sunnudaginn 30. júlí 2023
kl. 16:00

HVAR

Sjávarborg veitingastaður 

Strandgötu 1, 530 Hvammstangi