Project Description

Fl(j)óð

Ljósmyndasýning eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar Juanjo Ivaldi Zaldívar, í samstarfi við Gretu Clough, Húnaþing vestra og Eld í Húnaþingi, um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra. Sýningin miðlar sögum 33 kvenna af erlendum uppruna sem búa í sveitarfélaginu – sýningin fagnar rótum þeirra og vekur umræður um stöðu erlent fæddra kvenna sem búa í Húnaþingi vestra og á Íslandi almennt. Verkefnið er unnið að frumkvæði Húnaþings vestra og mun í framhaldinu þróast út í bók um sama efni.

Nú þegar hafa fjölmargar konur sem búa á svæðinu verið ljósmyndaðar og þær koma víða að, m.a. frá Svíþjóð, Sýrlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Danmörku, Póllandi, Thailandi, Litháen, Hollandi, Frakklandi, Grikklandi og Makedóníu.
Hér má einmitt lesa smá umfjöllun vefsins Trölli.is um verkefnið.

Ljósmyndasýningin opnar kl. 18:00 á þriðjudeginum og verður opin yfir hátíðina á opnunartíma Íþróttamiðstöðvarinnar.

Juanjo Ivaldi Zaldívar, in collaboration with Greta Clough, presents a photography exhibition about women of foreign origin in Húnaþing vestra. The exhibition shares the stories of 33 women in the community – celebrating their roots, and creating discussions of the position of women of foreign origin living in Húnaþing vestra and In Icelandic Society.

Staðsetning: Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Dagsetning: Föstudaginn 28. júlí

Tími: 07:00 – 21:00

Verð: Ókeypis

HVENÆR

Föstudaginn 28. júlí 2023
kl. 07:00 til 21:00

HVAR

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Hlíðarvegi, 530 Hvammstangi