Project Description

Krummi og krákurnar

Krummi og krákurnar verða með tónleika/ball á föstudagsfjöri á Eldinum.
Krumma þarf vart að kynna en í fljótu bragði má nefna hljómsveitirnar Mínus, Legend og Esja en undanfarin ár hefur Krummi unnið að sinni fyrstu sólóplötu og færst nær þjóðlagatónlist og kántrý í sinni sköpun. Krákurnar eru þekktar fyrir mikla spila gleði og töffaraskap sem flytja frumsamið Americana rokk af bestu gerð.

Krákurnar skipa:
Krummi Björgvinsson- Söngur og gítar
Bjarni M. Sigurðarson – Gítar
Höskuldur Eiríksson – Slagverk
Óttar Sæmundsen – Bassi

18 ára aldurstakmark og Eldsbarinn á staðnum.
Þessi viðburður er innifalinn í hátíðararmbandinu.

Staðsetning: Félagsheimilið á Hvammstanga

Dagsetning: Föstudagur 28. júlí

Tími: 22:00 – …

Verð: 3.500 kr. við hurð og á eldurihun@gmail.com

HVENÆR

Föstudaginn 28. júlí 2023
kl. 22:00 til …

HVAR

Félagsheimilið á Hvammstanga 

Klapparstíg, 530 Hvammstangi