Jæja. Núna eru það næstu skráningaráminningar.
Fyrst ber að nefna brunaslönguboltann sem verður á mjólkurstöðvartúninu (sem verður sennilega aldrei kallað neitt annað) á fimmtudeginum kl. 16:30. Það er um að gera að drífa sig að skrá sig í það hér. Í hverju liði eru 6 leikmenn inn á í einu, þar af einn markmaður sem ver markið með brunaslöngu. Markmiðið er að hlutföll kynja séu nokkuð jöfn og að liðsmenn séu 14 ára og eldri. Þetta er voðalega skemmtilegt, bæði til þátttöku og áhorfs.
Svo er það skákin, annars vegar fyrr verðandi 1.-4. bekk og hins vegar verðandi 5.-10. bekk. Yngri hópurinn verður kl. 10:00-13:00 og sá eldri kl. 13:00-16:00. Og já þetta er líka á fimmtudeginum. Brjálaður dagur! Í hvorn hópinn er aðeins pláss fyrir 15 krakka, svo ekki missa af því. Kennslan fer fram í safnaðarheimili Hvammstangakirkju og kennari er Birkir Karl Sigurðsson. Skráning í skákina er svo hér.