Jæja. Næsti myndaskammtur gjöriði svo vel. Og vitiði. Þetta er ekki einu sinni búið eftir þennan skammt. En þajð styttist í það. Á meðan fáið þið að orna ykkur við þessar myndir sem eru komnar inn. Þekkið þið einhverja?

Í þessum myndafærslum er best að minnast alltaf á það sama, svo það fari ekki á milli mála. Það var hún Eydís Ósk Indriðadóttir sem tók myndir fyrir hátíðina í ár og ef myndin er ekki merkt henni, þá hefur einhver sérlegur góðtemplari rétt hátíðinni hjálparhönd og smellt af.
Eins er líka gott að minnast á að ef einhverjum er illa við að hafa mynd af sér birta hér, þá er sjálfsagt að verða við þeirri bón. Athugasemdir um slíkt sendist á eldurihun@gmail.com.

Myndir þessa skammts eru af föndurstund í félagsheimilinu sem var voða vel sótt, sem og pílumótin (unglinga annars vegar og fullorðinna hins vegar) hjá Pílufélagi Hvammstanga . Nú svo eru myndir frá setningu hátíðarinnar í ár.

Föndurstund

Pílumót

Setningin