Í Eldsvikunni getur áhugafólk um seli og rostunga reynt að finna leyniorðið. Á Setrinu verða 6 læst öryggishólf sem öll hafa að geyma bókstafi sem saman mynda leyniorðið. Til þess að opna öll hólfin þarf að leysa sex mismunandi þrautir og nota fjársjóðskort af Selasetrinu til þess.
Leyniorðaleitin hentar fólki á öllum aldri og við minnum á að aðgangur er ókeypis fyrir alla 15 ár og yngri. Þeir sem finna lykilorðið skila því í þar til gerðan kassa á Setrinu með nafni og símanúmeri. Dregið verður úr réttum svörum og fá vinningshafarnir vöruúttekt á Selasetrinu í verðlaun.
Nánari upplýsingar á selasetur.is.