Það var metnaður í félagsvistinni sem var keppt í fyrr í dag. Keppt var í kvennaflokki og karlaflokki. Það var reyndar svo að það tóku ekki nægilega margir karlmenn þátt svo einhverjar konur brugðu sér í karlalíki.

Úrslit urðu þau að Sigrún Kristinsdóttir hreppt 1. sætið í kvennaflokki með 174 slagi og í karlaflokki hreppt Guðný Sigurðardóttir (sem spilaði sem karl) 1. sætið með 169 slagi. Fæsta slagi fékk svo Laufey Sigurðardóttir.