Þá er þessi dýrðar fimmtudagur runninn upp og okkur ekkert að vanbúnaði. Við forum yfir dagskrá dagsins að venju.
Borðtennisnámskeiðið á vegum Borðtennissambands Íslands heldur áfram og er kl. 11:00-13:00. Athugið að það er aðeins fyrir þá sem voru á námskeiðinu í gær. Það er í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Félagsvist verður kl. 12:00 -15:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Í félagsvist er spilað á mörgum borðum og sitja fjórir við hvert borð. Sigurvegarar á hverju borði færa sig svo á milli borða að á milli leikja, eftir fyrirfram ákveðnum reglum.Ókeypis.
Eldsmótið í borðtennis hefst kl. 13:00. Smá breyting er frá auglýstri dagskrá varðandi staðsetningu. Mótið verður Grunnskóla Húnaþings vestra. Skráning á staðnum. Ókeypis.
Eldsmótið í skotbolta, fyrir 10 ára og eldri, er frá kl. 14:00. Fer fram í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Skráning á staðnum og raðað í lið ef ekki er búið að mynda lið fyrirfram. Ókeypis.
Bestu lög barnanna mætir aftur á Eldinn og þau verða í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra frá kl. 16:00.
Kokteilanámskeið á vegum Brons, Keflavík verður í Félagsheimilinu Hvammstanga, neðri hæð, kl. 17:00-19:00. Fullt er á námskeiðið,sem kostar 6.000 kr.
Kvöldinu lýkur svo á Melló Músika og Ljótu Hálfvitunum. Viðburðurinn hefst kl. 20:00 og er í Félagsheimilinu Hvammstanga. Athugið að fullt er á viðburðinn en að er líklegt að streymt verði frá Melló Músika. 18 ára aldurstakmark. Eldsbarinn verður á svæðinu.
Góða skemmtun!