Og gleðilega Eldsviku! Þá er bara komið að þessu. Leikar hefjast í dag og við getum farið að leyfa okkur að hlakka til vikunnar. Það er ekki lítið af viðburðum sem verða í boði og fjölmargir ókeypis viðburðir.
Nú jæja. Mánudagur.
Við hefjum þetta á Folf námskeiði á vegum Folfarinn.is. Námskeiðið verður á Folf vellinum í Kirkjuhvammi milli kl. 16:00 og 18:00. Lánsdiskar í boði og frisbívörur til sölu. Ekkert gjald er fyrir námskeiðið en skráning er hér.
Hér um bil í lóðbeinu framhaldi hendum við svo í Folfmót Rikkarans. Það fer einnig fram á Folf vellinum í Kirkjuhvammi og hefst kl. 20:00. Mótið er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Mótsgjald er 2.000 kr. og einn drykkur fylgir. Skráningar hér.
Góða skemmtun!