Það er ekki eftir neinu að bíða – því runninn er upp fyrsti dagur DiskóElds í Húnaþingi 2024.
Núgh, það kennir ýmissa grasa á dagskrá í dag.
Í dag eru viðburðir fyrir alla aldurshópa, eins og reyndar er flesta dagana, en það má kannski segja að þetta sé sannkallaður ungdómsdagur í dag. Ekki dómsdagur. Ungdómsdagur.
Kl. 15:00 Grunnnámskeið í pílukasti fyrir 13-18 ára. Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð.
Kl. 15:00 Glimmer og neon partý fyrir 6-10 ára. Félagsmiðstöðin Orion.
Kl. 17:00 Sundlaugarpartý fyrir 10-14 ára. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Kl. 18:00 Unglistarmót í pílukasti 2024 fyrir 18 ára og eldri. Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð.
Kl. 21:00 Ízleifur fyrir árganga 2006-2010. Félagsheimilið á Hvammstanga, efri hæð.
Ef þið viljið prenta út dagskrá dagsins heima, þá gætuð þið gert það hér.
Góða skemmtun!