Nú þegar hátíðin fer formlega að hefjast og framundan eru hinir og þessir viðburðir, jafnt að degi til sem fram á nótt, þá langar okkur til að vekja athygli á átakinu Góða skemmtun.

Með átakinu *Góða* *skemmtun* vill Neyðarlínan hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver þarf á aðstoð að halda. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að *góðri skemmtun* þar sem allir upplifa sig örugga og koma heilir heim.

Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, Dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra sem hvetur til árvekni og öryggi þegar við komum saman í sumar. Markmiðið er að minna almenning á hlutverk og þjónustu Neyðarlínunnar 112 og hvetja um leið til samstöðu gegn hvers kyns ofbeldi á bæjar- og útihátíðum landsins í sumar.

Á vef átaksins, 112.is/goda-skemmtun, er að finna leiðarvísa um eitt og annað sem átakið miðar að. Endilega kynnið ykkur það.

Gerum kröfur um öryggi á djamminu. Verum vakandi og stígum inn í þegar við sjáum einhvern vera með yfirgang eða að áreita aðra.