Myndasmiður á hátíðinni í ár var Eydís Ósk Indriðadóttir og þaut hún viðburða á milli til að reyna að mynda sem mest. Afraksturinn er kominn í hús til okkar og við getum farið að rúlla myndum hér næstu daga. Við byrjum á þessum tveimur viðburðum; krakkazumba og föndurstund.

Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir sá um föndurstund á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga fyrir krakka á aldrinum 4-8 ára.

Guðrún Helga Magnúsdóttir var svo með KrakkaZumba í tveimur hollum; yngri og eldri. Matsalurinn í Grunnskóla Húnaþings vestra var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá stuðið í salinn. Hér gefur á að líta nokkrar myndir frá yngri hópnum.