Á fjölskyldudegi hátíðarinnar, laugardegi, er fjölbreytt dagskrá við Félagsheimilið Hvammstanga. Partur af þeirri dagskrá er einskonar markaðsborð. Þannig gefst fólki tækifæri á að selja það sem því t.d. vantar að losa sig við eða hefur verið að framleiða án tilkostnaðar.
Það sem þarf að gera er að senda á eldurihun@gmail.com eða skilaboð á Facebooksíðu hátíðarinnar og bóka borð. Fyrirkomulagið er svo þannig að fólk sér um þetta sjálft, þeas sækir sjálft borð inn í félagsheimilið og gengur frá eftir sig.
Ekki þarf að greiða fyrir að vera á markaðnum, svo þetta er bara „win win“.