Þá skulum við renna yfir miðvikudagsdagskrána. Það styttist í að hátíðin verði hálfnuð. Þetta er ótrúlegt!

Dagskráin efst á FIFA-móti kl. 13:00. Það fer fram í Félagsmiðstöðinni Órion. Tveir í liði og skráningar fara fram hér. Athugið að það þarf að skrá báða liðsfélaga í einu. Ókeypis.

Borðtennisnámskeið er kl. 14:00 í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Námskeiðið er á vegum Bortennissambands Íslands og er í tvo daga. Tímasetning á miðvikudaginum er kl. 14:30-16:00 og á fimmtudeginum kl. 11:00-13:00. Skráningar hér. Ókeypis.

Brúðubíllinn verður við Félagsheimilið Hvammstanga kl. 15:00. Ókeypis er inn á þá skemmtun.

Fjölskyldutónlistarbingó verður kl. 16:00-18:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Svipað og venjulegt bingo, bara skemmtilegra. Ókeypis.

Eldurinn verður svo formlega settur við opnunarhátíð við Félagsheimilið Hvammstanga í framhaldi af fjölskyldutónlistarbóinu. Klukkan cirka 18:00. Þar flytur sveitastjóri ávarp, kjötsúpa verður á boðstólnum og tónlistaratriði.

Dagskránni lýkur svo með Pubquiz-i Patta ft. Baldvin. Það verður í Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 21:00-01:00. Eldsbarinn verður á staðnum og 18 ára aldurstakmark. Ókeypis inn.