Við viljum bara minna ykkur á skráningarnar, svo þið missið ekki af. Þess vegna ætlum við að fara aftur yfir þær upplýsingar. Það eru einhvern námskeið sem er ýmist orðið fullt á eða alveg að verða fullt.
Þið smellið bara á nafnið og fáið þá upp fréttina með helstu upplýsingum, þ.m.t. skráningarupplýsingum.
Eldað úti með Lindu
Leiðsögn um útieldun í Kirkjuhvammi á föstudeginum. Ókeypis.
Föndurstund
Föndurstund fyrir 4-8 ára krakka verður á fimmtudeginum. Ókeypis.
Kokteilanámskeið
Námskeið á fimmtudeginum í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Verð er 6.000 kr. og 20 ára aldurstakmark.
Melló Músika
Melló Músika verður á fimmudeginum og skráningar fara fram hjá Hrund í síma 772 4581 eða í skilaboðum á Facebook hjá Hrund (Hrund Jóhannsdóttir).
Minecraft námskeið
Skema í HR verður með Minecraft smiðju á fimmtudegi hátíðarinnar. Smiðjan er fyrir 7-14 ára og er ókeypis.
Prjónakeppni
Keppt verður í prjóni í VSP húsið á laugardeginum. Ókeypis.
Unglistarmót í pílukasti
Unglistarmót í pílukasti verður á þriðjudeginum og síðast þegar við fréttum voru aðeins þrjú laus pláss eftir. Verð er 3.500 kr. og 18 ára aldurstakmark.
Útimarkaður
Söluborð á útimarkaði á fjölskyldudeginum eru pöntuð með því að senda skilaboð á Eld í Húnaþingi í gegnum Facebook. Ókeypis.
Vísindanámskeið Sonju
Sonja Líndal verður með vísindanámskeið á miðvikudeginum. Tvískipt námskeið þar sem fyrra námskeiðið er fyrir börn fædd 2015-2018 og seinna námskeiðið fyrir börn fædd 2011-2014. Athugið að fullt er á námskeiðið fyrir yngri hópinn, en hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á eldurihun@gmail.com. Námskeiðið er ókeypis.
Þríþraut USVH
Þríþraut USVH verður á föstudeginum þar sem verður synt, hjólað og hlaupið. Ekkert þátttökugjald.