Nytjamarkaður Gæranna er vinsæll meðal heimafólks og heimafólks og það skal engan undra. Þar er hægt að finna allskonar nýtilegt sem er hægt að veita framhaldslíf. Betra fyrir umhverfið og allt það.
Allavega. Markaðurinn hefur verið opinn í sumar eins og önnur sumur, en á völdum tímasetningum. Tilkynningar um opnanir eru settar á Facebooksíðu markaðarins.
Opnun markaðarins yfir hátíðardagana verður sem hér segir:
Miðvikudagur 23. júlí kl. 14:00-19:00.
Fimmtudagur 24. júlí kl. 11:00-16:00.
Föstudagur 25. júlí kl. 11:00-18:00.
Laugardagur 26. júlí kl. 11:00-16:00.