Melló Músíka er viðburður sem þið ættuð öll að þekkja. Fyrir ykkur sem þekkið ekkert til hans, þá er þetta tónlistarveisla með heimafólki og sérlegum vinum Húnaþings vestra. Viðburðurinn dregur nafnt sitt af því að stemmningin var „melló“. Svona rólyndis og rafmagnsminna. Í dag er þetta allskonar.
Á Melló Músika koma fram þau sem vilja koma fram og hafa aldur til. Alltsvo, áhugasöm setja sig í samband við viðburðarhaldara og skrá sig til leiks. Það má hefjast handa við það bara frá og með núna. Skráningar fara fram hjá Hrund Jóhannsdóttur í síma 772 4581 eða á skilaboðum á Facebok (hjá Hrund).
Góðar stundir!