Unglistarmótið er vinsælasta mót Pílufélags Hvammstanga og verður haldið þriðjudaginn 23. júlí n.k. Skráningar eru hafa verið í gangi og í þessum skrifuðu orðum eru aðeins þrjú pláss eftir!
Vegleg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, flest 180 og hæðsta útskot!
Bar er á staðnum svo mótið er einungis fyrir 18 ára og eldri.
Mótsgjald er 3.500 kr og er pizza innifalin í verðinu.
Ef viðkomandi skráir sig á mótið, mætir ekki og lætur ekki vita verður send rukkun fyrir mótsgjaldi á viðkomandi.
Húsið opnar kl. 17:00 og hefst keppni kl. 18:00.
Öllum er velkomið að koma og horfa á keppnina. Happy hour milli kl. 17:00 og kl. 19:00
Ef þið viljið þessi þrjú pláss, þá verðið þið að skrá ykkur í einum grænum hér.