Eldsmótið í pílukasti fór fram í gær, þriðjudag, og skemmst er frá því að segja að uppbókað var á mótið og færri komust að en vildu. Alls tóku 32 þátt, en töluverður fjöldi sem mætti og fylgdist með mótinu.
Fyrr um daginn var einnig unglingapílumót sem tókst vel upp. En vindum okkur í úrslit. Byrjum á Eldsmótinu.
1. Guðmundur Brynjar
2. Arnar Már
3. Jón Oddur (vann í fyrra)
Hæðsta utskot: Jón Oddur (vann í fyrra)
Flest 180: Jón Oddur (vann í fyrra). Oddur og Brynjar voru jafnir með 2 stk hvor en Jón hitti fyrst svo hann fékk verðlaun.
Forsetabikar:
1. Ragnar Ólafsson
2. Hjörtu Geirmundsson
3. Júlíus Helgi
Úrslitin á unglingapílumótinu urðu eftirfarandi:
1. Ísar Myrkvi
2. Ari Karl
3. Haukur Darri
Þetta er fjórða skiptið sem unglistarmótið (Eldsmótið) er haldið og er þetta fyrsta skiptið sem heimamaður vinnur mótið!