Það er ýmislegt um að vera til hliðar við hátíðardagskrá, einmitt í tilefni af Eldi í Húnaþingi. Við höfum t.d. heyrt að í dag og á morgun, laugardag, verður frítt inn á Verslunarminjasafnið Bardúsa á Hvammstanga.
Þá er Vatnsnes Yarn með hátíðaropnun á vinnustofunni í dag milli kl. 13:00 og 16:00 og á morgun laugardag milli kl. 12:00 og 14:00.