Selatalningin mikla
Selatalningin mikla verður haldin í 15 skipti sunnudaginn 27. júlí. Sjálfboðaliðar mæta á Selasetrið kl. 14:30 þar sem þeir fá fræðslu og er úthlutað talningasvæði. Sjálfboðaliðar verða að vera mættir á sitt svæði klukkan 16:00 en þá hefst sjálf talningin. Að lokinni talningu verða grillaðar pylsur fyrir sjálfboðaliðana og þeir fá lítinn gjafapoka sem þakklætisvott fyrir hjálpina.
Nánari upplýsingar á selasetur.is.
Staðsetning: Selasetur Íslands
Dagsetning: Sunnudagur 27. júlí
Tími: 14:30 – …
Verð: Ókeypis
HVENÆR
Sunnudaginn 27. júlí 2025
kl. 14:30 til …
HVAR
Selasetur Íslands
, 530 Hvammstangi