Vatnsnes Trail Run

Utanvegahlaup í Húnaþingi vestra. Vegalengdir; 20+ km, 10km og fjölskylduhlaup.
Í 10 km og 20+ km hlaupunum verður hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga fallega leið upp í Kirkjuhvamm og svo halda leiðirnar áfram upp fjallið. í 1,5 km fjölskylduhlaupinu er einnig hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga. Skemmtilegur viðburður fyrir náttúruunnendur og hlaupara á öllum getustigum.

Fjölskylduhlaup: Ræst kl. 13:00, frítt fyrir alla og glaðningur í lokin.
20+ km hlaup: Ræst kl. 14:00 og léttar veitingar í boði að hlaupi loknu. Vegleg útdráttarverðlaun verða veitt og einnig verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokkum. Þátttökugjald er 7.000 kr.
10 km hlaup: Ræst kl. 15:00 og léttar veitingar í boði að hlaupi loknu. Vegleg útdráttarverðlaun verða veitt og einnig verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokkum. Þátttökugjald er 5.000 kr.

Ítarlegri upplýsingar og skráningar fara fram á netskraning.is/vatnsnestrailrun.

Staðsetning: Félagsheimilið Hvammstanga

Dagsetning: Föstudagur 25. júlí

Tími: 13:00/14:00/15:00 – …

Verð: 0-7.000 kr.

HVENÆR

Föstudaginn 25. júlí 2025
kl. 13:00 til …

HVAR

Félagsheimilið Hvammstanga, 

Klapparstíg, 530 Hvammstangi