Vissuð þið að á hátíðinni verður smakk smakkanna. Fullorðinssmakk. Sko, svona vínsmakk. Nefnilega.

Á fötudeginum verða tveir svoleiðis viðburðir; annars vegar kampavínssmökkun og hins vegar rauðvínssmökkun. Þessir viðburðir eru niðurgreiddir af hátíðinni, líkt og margir viðburðir hátíðarinnar, þó þeir kosti vissulega eitthvað. Hins vegar þá er allskonar verðsamsetning, eftir því hvort þeir eru keyptir með hátíðararmbandinu eða án þess, eða stakir jafnvel – hvað þá ef þið eruð í röndóttum sokkum.

Viðburðirnir verða kl. 17:00 og 19:00 á föstudeginum.

Skráningar eru hér:
Kampavínssmökkun
Rauðvínssmökkun