Project Description

Kampavínssmökkun

Kampavínssmökkun er nýtt af nálinni hjá Eldi í Húnaþingi og tilvalinn viðburður á föstudeginum.

Það eru ýmsir punktar um kampavín sem er skemmtilegt að vita, eins og t.d.:
– Kampavín er gjarnan boðið fram sem fordrykkur og er góð þumalputtaregla að hafa fordrykkinn í þurrara lagi.
– Kampavín á að vera 6-8 gráður þegar það er borið fram.
– Lit­ur­inn á vín­inu seg­ir til um karakt­er­ein­kenni víns­ins og hvort og hve mikið vínið hef­ur kom­ist í snert­ingu við hýðið af vín­ber­inu eft­ir að það er pressað.

En meira um þetta í smökkuninni!
Skráning er í smökkunina og það komast mögulega færri að en vilja, svo hafið hraðar hendur.
Skráningar fara fram hér.

Staðsetning: Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð

Dagsetning: Föstudagur 28. júlí

Tími: 17:00 – 18:30

Verð fyrir stök kaup: 2.900 kr.

Verð fyrir kampavíns- og rauðvínssmökkun keypt saman án hátíðararmbands: 5.000 kr. fyrir smakkanirnar tvær samtals

Verð fyrir kampavínssmökkun með hátíðararmbandi: 2.000 kr.

HVENÆR

Föstudaginn 28. júlí 2023
kl. 17:00 til 18:30

HVAR

Félagsheimilið á Hvammstanga

Klapparstíg, 530 Hvammstangi