Laugardagur. Ahh, laugardagur. Ó þú fagri laugardagur sem vekur okkur með geggjuðu veðri!
Nei það er ekki hægt að hunsa veðurfréttir.
Það verður af nægu að taka í dag á þessum næstsíðasta degi hátíðarinnar í ár.
Fjölskyldudagurinn hefst kl. 12:00 með Siggu Kling. Hún mun sjá um utanumhaldið við Félagsheimilið á Hvammstanga. Þar verður m.a.:
- 12:00 Útimarkaður
- 12:00 Sölubíll smáframleiðenda
- 12:30 Dans Afríka Iceland
- 13:00 Eldraunin 2022
- 13:00 Hestasýning
- 13:00 Sápurennibraut
- 14:20 Sirkus Íslands
- 15:15 Love Guru
- Sala á sælgæti og grilluðum pylsum hjá 10. bekk
- Sala á samlokum og öðru frá Lemon
Því miður þá bilaði Veltibílinn á leiðinni til okkar svo hann dettur út úr fjölskyldudagskránni.
Í VSP húsinu hefst prjónakeppni kl. 12:00. Þrír saman í liði og prjónar hver og einn í 5 mínútur. Það lið sem nær lengsta bútnum sigrar. Kl. 13:00 verður svo kaffihúsastemmning með harmonikkuspili, söng, dansi, léttu kaffi og með því til sölu fyrir sáralítið fé.
Óskabrunnur verður kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Fyrir alla þá sem vilja smá töfrabragð í líf sitt.
Bíósýningin Vongóða skrímslið verður í húsnæði Handbendi Brúðuleikhúss að Eyrarlandi, en sýningin er frumraun brúðuleikhússins. Vongott skrímsli er það sem þú færð þegar skyndileg erfiðafræðileg stökkbreyting skapar algjörlega nýja lífveru.
Svo er komið að heimaleik Kormáks Hvatar í 3. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, en þeir taka á móti Vængjum Júpiters kl. 17:00 á Hvammstangavelli. Frítt á leikinn í boði Tengils. Grillaðar pylsur í boði fyrir ársmiðahafa og til sölu fyrir aðra.
Stuðlabandið endar svo kvöldið með dansleik í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Dansleikurinn hefst kl. 23:00, 18 ára aldurstakmark (16-17 ára velkomin í fylgd með forráðamönnum) og 4.900 kr. aðgangseyrir. Athugið að miðasölu lýkur kl. 00:30.
Og munið, Góða skemmtun.