Project Description

Unglistarmót í pílukasti

Pílufélag Hvammstanga ætlar að endurtaka leikinn og verður með Unglistarmót í pílukasti á þriðjudegi hátíðarinnar. Eða sko, smá þjófstart á hátíðinni. Mótsstjóri verður enginn annar er Matthías Örn Friðriksson, tvöfaldur Íslandsmeistari í pílukasti.
Mótið verður haldið á neðri hæð félagsheimilisins og verður pílufélagið með léttar veigar til sölu.

Alls eru 32 pláss á mótinu og í fyrra fylltist skráning á sólarhring. Ef skráning fer jafn vel af stað og árið 2022, þá skoðar félagið að fjölga sætum. Þátttökugjald er 3.500 kr. og mun þátttökugjaldið renna óskipt til tveggja kvenna á Hvammstanga sem berjast nú við krabbamein.

Skráning er hafin hér og lýkur skráningu þremur klukkustundum fyrir mót. Húsið opnar kl. 18:00 en mótið hefst kl. 19:30. Keppendur þurfa að vera mættir í seinasta lagi kl. 19:00 til að staðfesta mætingu. Frábær verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin ásamt fyrsta 180 og eru verðlaunin í boði pílufélagsins og Sjávarborgar.

Húsið er opið öllum og hvetjum við alla til að mæta, horfa og styðja menn áfram.

Það er að sjálfsögðu viðburðarsíða á Facebook, sem hægt er að skoða hér.

Staðsetning: Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð.

Dagsetning: Þriðjudagur 25. júlí

Tími: 19:30 – …

Verð: 3.500 kr.

HVENÆR

Þriðjudaginn 25. júlí 2023
kl. 19:30 til …

HVAR

Félagsheimilið á Hvammstanga, neðri hæð

Klapparstíg, 530 Hvammstangi