Sko. Það var alltaf einn myndapakki sem átti eftir að birtast frá Eldi í Húnaþingi 2023. Hvað getum við sagt? Við gleymdum okkur. Það er kannski ágætt að skella þeim pakka inn núna, áður en tilkynningar og fréttir vegna hátíðarinnar í ár, 2024, fara að streyma hér inn.

Myndapakkinn er frá Eldrauninni 2023, sem eins og allir vita er aflraunakeppni sem Kraftlyftingadeild Kormáks – KDK stóð fyrir sjötta árið í röð. Keppt var í fjórum greinum, en þær voru; öxuldedd, bóndaganga, öxulpressa og steinatök. Hér er hægt að sjá niðurstöður niður á hverja grein fyrir sig.

Annars er fínt að leyfa myndunum bara að gefa ykkur hugmynd um átökin.