Minecraft námskeið
Skema í HR mætir með Minecraft smiðju á hátíðina Eldur í Húnaþingi fimmtudaginn 25. júlí. Á smiðjunni fá iðkendur tækifæri til þess að byggja á sérhönnuðum netþjóni Skema sem er nákvæm eftirlíking af Íslandi. Iðkendur vinna saman í hópum og koma sér saman um byggingu og staðsetningu hennar á Íslandi.
Markmið smiðjunnar eru að þjálfa teymisvinnu, skipulagningu verkefna, sköpunargáfuna og að auka áhuga á landafræði Íslands.
Smiðjan er fyrir 7-14 ára krakka og eru foreldrar eða aðrir aðstandendur hvattir til að fylgja þeim yngstu.
Einungis 20 pláss er í boði og er námskeiðið ókeypis. Það þarf hins vegar að skrá sig á það og það er gert hér.
Staðsetning: Grunnskóli Húnaþings vestra
Dagsetning: Fimmtudagur 25. júlí
Tími: 10:00 – 13:00
Verð: Ókeypis
HVENÆR
Fimmtudaginn 25. júlí 2024
kl. 10:00 til 13:00
HVAR
Grunnskóli Húnaþings vestra
Hlíðarvegi, 530 Hvammstangi