Kastalar

Leiktækjaleigan Kastalar ætlar að mæta á Eld í Húnaþingi með tæki til að trylla lýðinn. Eða þið vitið. Æsa og gleðja (ekki gleyma, gleðja) krakkana. Sennilega fullorðna líka.

Þarna verður hægt að fara í hoppukastalaland, heilaþeytir (hringekju) og teygjuhopp. Mögulega líka vatnabolta, en það verður þá bara óvænt gleði ef þeir mæta með. Svo verður einnig hægt að versla allskonar gúmmelaði í miðasölunni. Popp, krap, candyfloss og allskonar.

Já miðasala. Kastalar selja miða í tækin. Það kostar 2-4 miða í hvert tæki. Miðaverðin eru:
1 miði 500 kr.
6 miðar 2.500 kr.
10 miðar 4.000 kr.
20 miðar 7.000 kr.

Þetta verður allt saman opið á föstudegi hátíðarinnar kl. 14:00-19:00 og á laugardeginum kl. 12:00-19:00.

Staðsetning: við Félagsheimilið á Hvammstanga

Dagsetning: Fimmtudagur 26. júlí

Tími: 14:00 – 19:00

Verð: Sjá verðskrá

HVENÆR

Föstudaginn 26. júlí 2024
kl. 14:00 til 19:00

HVAR

við Félagsheimilið á Hvammstanga

Klapparstíg, 530 Hvammstangi