Nú eru ekki nema tveir dagar þar til fyrsti viðburður hátíðarinnar í ár hefst. Þá verður Folf-dagurinn mikli. Við erum að andast úr spenningin og getum ekki beðið eftir að hefja leika. Hverfakeppnin verður líka í gangi yfir hátíðina og þaoð er gaman að sjá að búið er að koma upp ýmsum skiltum á Hvammstanga.
En eruð þið byrjuð að skreyta? Þið munið, gult, appelsínugult, rautt eða blátt. Við vildum nefnilega nefna það að það verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið. Verður það húsið þitt?