Þriðjudagsdagskráin er allskonar. Allskonar skemmtileg. Og að mestu ókeypis! Hversu næs er það? Það verður sundlaugarpartý, glimmerpartý, pílugleði og unglingaball. Best að vinda sér í helstu upplýsingar.

Sundlaugarpartýið er að sjálfsögðu í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra milli kl. 13:00 og 15:00 og er fyrir 6-12 ára aldur. Ókeypis.

Glimmerpartýið er í félagsmiðstöðinni Órion frá kl. 16:00. Fyrir 6-10 ára krakka. Líka ókeypis.

Unglingamot í pílukasti fyrir 14-17 ára hefst svo kl. 16:30. Það er haldið í aðstöðu Pílufélags Hvammstanga á neðri hæð Félagsheimilisins Hvammstanga. Skráningar eru hér.

Eldsmótið í pílukstaði fyrir 18 ára og eldri tekur svo við í framhaldinu, eða kl. 18:00. Húsið opnar reyndar kl. 17:00 og viðburðurinn stendur til cirka miðnættis. Fullt er á mótið en það er að sjálfsögðu hægt að mæta og fylgjast með. Samlokur og ískaldur á krana verður til sölu.

Síðasti viðburður þriðjudagsins verður svo Issi og Yung Nigo Drippin sem ætla að rappa fyrir allan peninginn milli kl. 19:00 og 21:00. Ókeypis samt sko. Og aðeins fyrir 14-17 ára. Sjoppa verður á staðnum.