Dagskráin er í prentun í þessum skrifuðu orðum, eða vinna ekki allir annars á sunnudögum? Hún er amk í prentunarferli og þið getið von bráðar blaðað í henni.
Að þessu sinni er þetta þríblöðungur sem mun liggja á ýmsum stöðum svo hægt verði að grípa hann með sér. Þannig verður hægt að nálgast hann í Kaupfélagi Vestur Húnvetninga, Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra og Sel matstofu.
Hví DiskóEldur? Jú, framkvæmda- og verkefnastjórn hátíðarinnar í ár er nefnilega í höndum félagsskapar sem kallar sig Diskódísir. Það var eiginlega óhjákvæmilegt að diskólita hátíðina smá.
Þar til þið nálgist dagskrána á fyrrgreindum stöðum, getið þið gluggað í hana hér. Það eru alltaf möguleikar á breytingum á dagskrá. Þið vitið, lífið. Við viljum samt minna á að uppfærða dagskrá verður alltaf hægt að nálgast hér á vefnum og því ráð að kíkja sem oftast við hér.