Eldsmótið í skotbolta fór fram í gær með góðri þátttöku og mikilli stemningu. Alls tóku átta lið þátt í mótinu og voru keppendur bæði einbeittir og léttir í lund.
Eftir harða og spennandi keppni stóð Vinnuskólinn uppi sem sigurvegari mótsins, en lið Rakettanna hafnaði í öðru sæti. Við þökkum öllum þátttakendum fyrir frábæra skemmtun og hlökkum til næsta árs!