Héraðsfréttamiðlinn Feykir stiklaði á stóru hvað varðar þrjár bæjarhátíðir sem haldnar verða í sumar á Norðurlandi vestra. Eldur í Húnaþingi er að sjálfsögðu ein af þeim.
Sveinbjörg Rut Pétursdóttur, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, deildi með fréttamiðlinum nokkrum upplýsingum um hátíðina í ár:
„Hátíðinni verður þjófstartað mánudaginn 19. júlí með tónleikum Svavars Knúts í mjólkurhúsinu á Stóru-Ásgeirsá. Fastir liðir verða á sínum stað eins og Melló músíka á fimmtudeginum þar sem íbúar Húnaþings vestra, núverandi, brottfluttir, aðfluttir og aðrir gestir koma fram og flytja tónlist, krakkazumba, föndur, barnastund, jui jitzu, unglingaball, brekkusöngur, afródans og bjórjóga svo fátt eitt sé nefnt. Einnig mun Saga Garðarsdóttir vera með uppistand auk þess sem hún og maðurinn hennar Snorri Helgason munu vera með fjölskylduskemmtun.“
Sjá nánar á Feykir.is.